Tuesday, April 9, 2013

Hollustan í hávegum höfð



Þetta bloggleysi hjá mér er að verða til hálfgerðar skammar … en ég verð að viðurkenna að hugur minn hefur verið annarsstaðar og ég gleymdi tilvist þessarar síðu um stund… henni skaut þó uppí kollinn á mér núna.

Síðustu dagar hafa snúist um lærdóm … og næstu dagar munu gera það líka en tvær ritgerðir afhendist í næstu viku.  Hvílíkur léttir sem þeir dagar verða. 

Annars er ég að einbeita mér að hollustunni líka… ætlunin er að losa mig við frampartana svona áður en sumarið gengur í garð.  Hef nú verið dugleg að hreyfa mig sl. ár og mun halda því áfram , svo er það bara matarræðið og það að skipuleggja sig sem þarf að taka föstum taumum.  Guð hjálpi mér hvernig það á eftir að ganga í prófatíð !

Bjó til svona fína matardagbók … bara fyrir sjálfan mig samt, ég vil nú ekki þurfa að skrifa neinn óþverra í hana !

Bakaði tonn af sætum kartöflum í gær, er búin að gera það sama með kjúkling… svo bara hendi ég þessu öllu inní frysti og tek út þegar mér hentar (skipulag sko) .. markmiðið er að reyna að eiga alltaf eitthvað hollt og gott til í matinn, þá er engin hætta á því að maður fái sér eitthvað annað óhollara eða jafnvel ekki neitt ! … það er nefninlega hægt að frysta allan andskotann.

Tók svo með mér súperhollt nesti í skólann í dag…. Mæli samt ekki með að taka með sér kotasælu svona í dollunni, kotasælusafinn mun koma til með að fara út um allt, ekki gaman. 


-gréta



 



No comments:

Post a Comment