Wednesday, February 20, 2013

Mið .. Vika !


Vúpsí dúpsí … ekkert blogg í gær sökum “bissí” dags.  Fór í eitt próf og jah veit nú ekki hvernig það fór… það kemur í ljós.  Einnig var fyrsti Sviðsráðsfundur Verk –og náttúruvísindasviðs haldin, og var ég kosin ritari hópsins , svo nú skal sko ritað ! En framundan er mikil og skemmtilega vinna með þessu frábæra fólki sem situr með mér í ráðinu :)

Við hjónaleysin gerðum okkur svo lítið fyrir og elduðum í gær, það eru stórfréttir, gerist mjög sjaldan.  Reyndar vildi hann nú fyrst panta Dómínós pítsu en ég þvertók fyrir það, enda í stórátaki… jah allavena þangað til um helgina.  En enduðum á að elda þennan kjúklingarétt. Virkileg god !!

Er núna að reyna að koma mér uppí skóla eftir átök í Baðhúsinu með þessa í eyrunum !




Er ekki alltaf skemmtilegra að láta myndir fylgja? Mér finnst það a.m.k 


…. Þó það séu lélegar speglamyndir ! .. En allavena klæddist rauða vestinu mínu í gær sem ég fékk í Spútnik fyrir löngu síðan… nú er mottóið að NOTA fötin sín.. á það alltof mikið til að kaupa mér föt og nota þau síðan ekki. 

Rómó á Eggjó


MorgunBooztin… elska þetta glas, fæst á slikk í Krónunni


Þangað til næst :)






No comments:

Post a Comment