Monday, February 11, 2013

I´m Back On Track ...


Jæja kæru lesendur … ef einhverjir eru !   ég hef ekki haft mikin tíma undanfarið til “bloggunar” en mun hins vegar snú til baka núna.  Ástæða fráhvarfsins er einna helst kosningabarátta VÖKU en eftir langa og mikla vinnu skilaði sigurinn sér til okkar og á mínu sviði fengum við 4 menn inní Stúdentaráð.  Alls fékk VAKA inn 21 mann en í ráðinu sitja 27.  Svo þetta var sannkallaður stórsigur sem við máttum til með að fagna !! Þó svo að DV kalli fögnuð okkar skrílslæti. 

Annars hefur námið ekki fengið að skipa stóran sess í kringum allt þetta svo að nú verður aldeilis spítt í lófanna með það, einnig hefur ræktin þurft að sitja á hakanum svo nú er að drífa sig almennilega af stað , ekki veitir af.  Er búin að sukka svo mikið undanfarið bæði í drykkju og áti að það nær engri átt ! Alveg með ólí.  Fékk mér reyndar ekki bollu í dag svona til að róa taugarnar.


En annars ætla ég að láta nokkrar myndir fylgja frá síðustu vikum:

 Keppendur í bollakökukeppni VÖKU


Mmm.. kökukvöld Vöku.. já engan að undra að ég þurfi að fara heimsækja ræktina oftar !


Þetta töfraði undirrituð fram ! og til gamans má geta þá kláraðist þetta .. wohoo klapp fyrir mér


   Elsku kollegar mínir á Verk- og náttúrufræðivísindasviði í HÍ


                                                              Ný og gömul vinkona :) 


Elsku vinkona mín hún Signý hélt uppá afmælið sitt um helgina á Tapashúsinu… gúrmei kokteilar þar !


Hitti fyrir tilviljun frænku mína Hönnu Dóru sem er búsett í París 




Yfir og út 


No comments:

Post a Comment