Í dag var svo gott veður .. sól og
sumar. Ég eyddi þó mestmegni dagsins
inni að gæla við lærdómsbækurnar. En maður verður víst að bíta í það súra epli
þangað til prófin eru afstaðin. Ég brá
mér þó aðeins af bæ (skóla) og setti upp sólgleraugun sem ég er svo ánægð með …. ég syrgi þó enn þau gömlu, en það fór nú aldeilis illa fyrir þeim þegar
undirrituð hlammaði sér í bílsætið einn daginn án þess að líta undir sig.
gallajakkinn
var dregin fram í dag … er samt komin aftur inní skáp núna, var kannski ekki
alveg svona hlýtt
Svona
eru kaffiboðin hjá ömmu ALLA sunnudaga, hún leggur mikið uppúr því að ég borði
nú vel og mikið… ekkert megrunartal á hennar heimili.
Og jújú
sólgleraugun á sínum stað … keypti þessar elskur í VILA á rétt rúmar 3000 krónur
-gm
No comments:
Post a Comment