Saturday, June 15, 2013

Sól, sól skín á mig... ský, ský BURT með þig ..



ARRRRG ! Hvar er sólin sem átti að vera í dag? … Það sést ekki blár litur á himni fyrir skýjum hér í borginni … þetta nær engri átt.  Ég hugga mig þó við komandi útlandaferð. Mánuður af sól og sumri.  Þarf að segja ykkur betur frá Interrailinu sem ég stefni að í lok júlí. 

Ég byrjað daginn á fundi með sviðsráðinu mínu, yndislegt að hitta þau á ný.  Að sjálfsögðu reyndi ég að klæða mig sumarlega, enda átti að birta til um hádegi… svo klæðaburðurinn var eftir því.  En allt kom fyrir ekki !


 Ég keypti þennan myntugræna bol í búðinni Corner í Smáralind, örugglega eina litaða flíkin í mínum fataskáp um þessar mundir …. Sláin er gömul uppáhalds úr Lakkalakk.

-gm 

Friday, June 14, 2013

Vinnuföstudagur ...






Gleðilegan föstudag kæru vinir… vona að þið eyðið helginni í eitthvað skemmtilegt… ég ætla hins vegar að eyða minni í vinnunni J


Ef dagurinn byrjar með svona ávaxtasulli getur hann ekki klikkað … vona að ég sleppi við lifrabólguna samt !


-gm



Thursday, June 13, 2013

The Wall



Ég bætti aðeins í Instagramvegginn minn um daginn … mér finnst hann gefa íbúðinni og lífinu lit!


Ég bý á stúdentagörðunum og má því ekki negla í veggina, get hins vegar látið myndir hanga í einhverjum snærum og girnum neðan úr lista , en ég bara nenni ekki svoleiðis veseni.  Ég lét þess vegna bara framkalla slatta af myndum og hengdi þær upp með kennaratyggjói , gerist ekki einfaldara.  Ég tel það nú líka mikilvægt fyrir nútímafólk að framkalla myndir , þó þær fari kannski ekki allar uppá vegg en bara til þess að skella í almbúm… maður veit aldrei hvenær talvan eða harði diskurinn ákveður að klikka.  Markmiðið mitt er allavena að láta framkalla reglulega… það verður líka svo gaman í ellinni. 




Endalaust hægt að bæta við … verð komin með  veggfóður úr þessu áður en ég veit af 


gm