Helgin mín hefur verið yndisleg í
alla staði. Við keyrðum til
Reyðarfjarðar á fimmtudeginum og vorum rúmlega 9 tíma á leiðinni og var legusár
farið að láta á sér kræla þegar á áfangastað var komið og Daði greyjið gat vart
rétt úr sér en hann keyrði alla leið (ég bauðst samt til að keyra ) ! Við sváfum svo bara út á föstudaginn þangað
til að sparls og slípun okkar systra hófst fyrir blótið. Á laugardag og sunnudag höfðum við það bara
notalegt með tærnar uppí loft.
Við áttum flug heim í dag en öllu
flugi var aflýst í dag sökum veðurs !
Það er frekar pirrandi að vera veðurtepptur…. Þó svo að helgin hafi
verið ljúf er alltaf best að komast heim í rútínuna á ný. Ég krossa fingur og vona svo heitt og
innilega að við komumst heim í fyrramálið , enda býða mín mörg skemmtileg
verkefni í borginni J
PS: ÁFRAM VAKA (X-A)
Við systur
Við Daði tilbúinn í slaginn
Jú.. hurðin inná blótið var tileinkuð Sindra
Á laugardaginn fór ég yfir á Neskaupsstað og heimsótti þessa litlu vinkonu mína :)
-gréta