Wednesday, January 23, 2013

Valkvíði !


Ég gæti tekið trylling hérna á stofu/eldhús/herbergisgólfinu heima !! (Ps: bý í stúdíóíbúð svo það er bara eitt gólf).  Ég er að fást við eitt stærsta og mest krefjandi vandamál kvenna fyrr og síðar......  ég er að reyna að ákveða í hvaða fötum ég eigi að fara í á Þorrablót Reyðfirðinga á föstudaginn.  Þessi ákvörðun tekur svo sannarlega á. Sérstaklega þegar maður sér sér ekki fært um að kaupa sér bara nýjan kjól sérstaklega fyrir þennan viðburð, heldur þarf maður að velja úr röðum eldri kjóla. 
   
En við Daði ætlum semsagt að bruna austur á Reyðarfjörð á morgun og vera þar yfir helgina.  Það verður aldeilis ljúft að komast aðeins í sveitasæluna.  Svo nú er ég byrjuð að pakka oní pínulitla ferðatösku sem ég ákvað , í einhverju bjartsýniskasti, að væri nú alveg nógu stór fyrir fjögurra daga ferð.  Nú er hún hins vegar orðin full og ég á eftir að sitja niður jah Kjólinn (hver sem hann verður), nokkur skópör og kannski eitthvað spasl í andlitið á mér.  Ætli ég troði því sem kemst ekki bara oní bónuspoka.. það gerist ansi oft hjá mér.  

























Okei ég er down to three :

Zöru kjóllinn minn, var bæði jóla og áramótakjóll... gæti allteins líka verið Þorrablótskjóll ?

Maður gæti gerst kræfur og smellt sér í þennann ... langt síðan síðast..
Þessi er líka voða sætur... er vínrautt ekki inn?




Þangað til næst :)









2 comments:

  1. efsti! hendur niður efsti! vá..

    ReplyDelete
  2. Já ég veit hann er ösom! ... held ég endi á honum like always, maður á sér allaf uppáhald :)

    ReplyDelete