Jæja fyrsta bloggið mitt í mörg ár er að fara stíga hér á stokk... en á seinasta ári var ég mikið að hugsa um að láta til skara skríða og byrja að blogga á ný. Nú er komið nýtt ár og þá er bara um að gera að byrja ! Eins og góð vinkona mín sagði í dag :"árið 2013 á að vera svona DO ár , ekki bara hugsa um að gera eitthvað heldur barasta gera það ". Er að hugsa um að taka hana mér til fyrirmyndar í þessu.
En á nýju ári hefur ýmislegt á daga mína drifið.
Ég eyddi jólunum og áramótunum hér í Reykjavík, en það hef ég ekki gert í
mörg ár. Það var svosum ágætt þó svo að mig hafi vantað alla vinina sem
voru austur á landi. Jólin voru ósköp notaleg... eiginlega of notaleg,
mér var að minnsta kosti farið að þyrsta í rútínu þarna undir lokin.
Janúarmánuður hefur svo einkennst að
vinnu, skólastarti, megrunarpælingum og nú nýjast kosningarbaráttu ! Jú þið
heyrðuð rétt ... ég er komin í stúdentapólítíkina og er í framboði fyrir
lista VÖKU innan Háskóla Íslands. Svo núna framundan er mikil vinna tengd
því sem og öðru í skólanum.
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni ...
en lofa góðu áframhaldi, en ég mun blogga um það sem kemur mér í hug hverju
sinni.... svo haldið hestum ykkar !
bank bank
ReplyDelete