Thursday, July 11, 2013

Endurkoma & Ferðaplan



Já ég er á lífi ! .. það er eilítið erfitt að sinna síðunni og vera að vinna 13 – 14 tíma á dag svo þess vegna hefur hún fengið að sitja á hakanum. Þeirri vinnutörn fer þó að ljúka svo ég ætla að glæða síðuna lífi á ný. 

Síðustu daga höfum við vinkonurnar verið að loka lausum endum Interrail – ferðarinnar okkar.  Ég neita því ekki að spennan er farin að láta á sér kræla.




Ferðaplanið okkar hljóðar svona :

·      Munchen, Þýskaland
·      Prag, Tékkland
·      Kraków, Pólland
·      Búdapest, Ungverjaland
·      Bratislava, Slóvakía
·      Vín, Austurríki
·      Ljubliana, Slóvenía
·      Split, Króatía
·      Róm, Ítalía

Svo endum við túrinn í London. 


Þetta er a.m.k gróft plan en auðvitað getur það breyst… við ákváðum að vera ekki að plana allt í þaular heldur bara njóta okkar og sjá hvað gerist :) 

-gm

2 comments:

  1. Takið beygju á Ítalíu og kíkið á Cinque Terra svæðið á vesturströndinni. Það er stórfenglegt, svo ekki sé meira sagt!

    Kveðja, Harpa.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl Harpa :) ég er einmitt að reyna að fá það í gegn hjá ferðafélögunum ... langar mjög að koma þangað.

      Delete