Um helgina keypti ég mér flík… þó af illri nauðsyn! Þannig er mál með vexti
að ég á uppáhalds, uppáhalds buxur. Það
mætti segja að ég fari bara úr þeim til þess að þvo þær og svo ekki meir. En allavena þá ákváðu þær (buxurnar s.s) að
syngja sitt síðasta um helgina, þá myndaðist þetta líka myndarlega gat á
innanvert lærið og ég fann að þær voru farnar að þynnast ískyggilega mikið á
öðrum stöðum. En nú voru góð ráð dýr, að
hálftími skyldi vera eftir af opnunartíma Smáralindarinnar þennan sunnudaginn…
Það var ekkert annað í stöðunni en að hendast þangað , jú inní VILA og grípa
þar með naumindum síðasta parið í minni stærð ! Já ég vil meina að þetta hafi
verið örlög…
En ég fékk þó nýjar buxur og er þetta
í þriðja skiptið sem ég kaupi mér slíkar.
Þær fyrstu á ég enn, en rennilásin á þeim bilaði.. svo nú er ég að hugsa
um að sameina þessar tvær “ónýtu” í einar .. ss. Taka rennilásin af þessum sem
rifnuðu og skella á þær elstu.
Ég verð þó að viðurkenna að það er
einn galli við þessar buxur, og þá svörtu týpuna sem ég kaupi.. þær draga svo
rosalega í sig .. maður er orðin kafloðin áður en maður veit af … Það lagast þó
með þvottum en MÖRGUM þvottum… fyrstu dagana þarf maður að hafa Rykrúllu með sér
hvert sem maður fer…. En það þarf nú meira til en þetta til þess að slíta okkur
Buxum í sundur J
Hérna
eru þær svo elskurnar… þær líta samt kannski ekki alveg svona vel út á mér… en
eins og þið sjáið erum þær “high waisted” svo þær passa að maginn velli ekki útum allt !
Neibb ekki minn rass ! en svona líta þær út að aftan
Svo
fínir pokarnir hjá þeim í VILA
- gréta -
No comments:
Post a Comment