Jæja þá er þessari óhollustu helgi
lokið og komin mánudagur eina ferðina enn.
Ég skemmti mér konunglega á árshátíð á föstudaginn, vann meira segja
vinning og allt. Það er ekki frásögufærandi
nema hvað að þegar ég vaknaði daginn eftir og ætlaði að reyna að koma upp orði mundi
ég eftir því að ég hafði glatað röddinni minn þarna um kvöldið, en hún er þó
sem betur fer öll að koma til í dag. En
það er erfitt fyrir svona málglaða manneskju eins og mig að missa hljóðfærið
sitt.
Annars ætlaði ég bara að láta nokkrar
myndir fylgja … ég var nú reynda enþá svekktari yfir því daginn eftir hversu
fáar myndir ég hafði tekið ! Ég var uppteknari við að dansa við nostalgíulög á
dansgólfinu en að taka myndir.
Þetta
kom allt að góðum notum … jah nema ég veit ekki alveg hvað varð um smokkana þó
...
Svona
var maður fínn
Herbergisfélagarnir
tilbúnir í slaginn
Deildi
borði með svona fínu fólki… þar á meðal Herra Ferðamálafræði !!
Ó
svo var þetta það besta við ferðina ! Fékk mér svona á heimleiðinni eftir
margra ára fjarveru … þetta var bezt
--
No comments:
Post a Comment