Nei nú gengur þetta ekki lengur … ég
ætla að rifja upp kynninn við gamlan vin minn Self Control. Marsmánuður er án efa leiðinlegasti og
erfiðasti mánuðurinn í skólanum, endalaus stór verkefni sem öllum á að skila á svipuðum
tíma… og svo jú tekur kannski ekkert mikið skemmtilegra við þar á eftir , sjálf
prófin.
Núna á ég tildæmis að vera að vinna í
smá ritgerð, en maður villist af og til útaf sporinu …þá hvert? Jú á Facebook !
… eða þá aðrar heimasíður sem tengjast náminu ekki neitt …. Lausnin við þessu er
Self Control.
Self Control virkar þannig að þú býrð
þér til “Black List” eða Svartan lista , og situr á hann allar þær heimasíður
sem þú mátt ekki heimsækja á meðan lærdómi stendur… Facebook er t.d efst á mínu
lista og þar á eftir ýmsar skemmtilegar bloggsíður o.fl … Svo ræður þú í hversu
langan tíma þú kemst ekki inná síðurnar… ég stilli yfirleitt á klukkutíma og
tek mér þá pásu í ca.tíu mínútur og stilli svo aftur á klukkutíma …. Þetta er að minnsta kosti voða sniðugt fyrir manneskjur sem hafa enga sjálfsstjórn J
No comments:
Post a Comment